Bandaríkin fylgjast með Venesúela

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Luiz Lula da Silva, forseti …
Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Luiz Lula da Silva, forseti Brasilíu. Reuters

Bandaríkjamenn rannsaka meint gögn sem benda til tengsla á milli uppreisnarmanna í Venesúela og Kólumbíu, að sögn Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

„Við fylgjumst með gangi mála og munum framkvæma í samræmi við þær upplýsingar sem við finnum,"  sagði Rice á blaðamannafundi í Brasilíu.  Rice sagðist ekki vilja segja til um hvort Bandaríkjamenn muni setja Venesúela á lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn, en George Bush fordæmdi nýlega stjórnvöld í Venesúela fyrir að „styðja hryðjuverkamenn."

Að sögn kólumbískra yfirvalda, hafa þau undir höndum gögn sem sýna fram á að forseti Venesúela hafi borgað Farc 300 milljónir dollara. 

Rice var í Brasilíu til þess að funda með forseta Brasilíu, Luiz Lula da Silva, og utanríkisráðherra, Celco Amorim, en þau ræddu m.a viðskipti, loftslagsmál, og átökin sem sköpuðust á milli Kólumbíu, Venesúela, og Ekvador á liðnum vikum. 

Bæði Ekvador og Venesúela sendu herlið að landamærum sínum eftir að kólumbískur her réðist gegn kólumbískum uppreisnarher, Farc, innan við landamæri Ekvador, með þeim afleiðingum að háttsettur leiðtogi Farc lét lífið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert