Flensufaraldur vekur ugg

Flensan í Hong Kong vekur upp minningar um SARS.
Flensan í Hong Kong vekur upp minningar um SARS. mbl.is/Sverrir

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Hong Kong reyndu að draga úr ótta al­menn­ings vegna flensu­far­ald­urs sem brot­ist hef­ur út í borg­inni og dregið fjög­ur börn til dauða. Í kjöl­far flens­unn­ar var gef­in út til­skip­un í gær um að öll­um leik- og for­skól­um borg­ar­inn­ar skyldi lokað.

Flens­unn­ar hef­ur gætt í rúm­lega tutt­ugu leik- og for­skól­um í borg­inni. „Þetta var erfið ákvörðun en við höf­um áttað okk­ur á því að fjöldi til­fella er að aukast," sagði heil­brigðisráðherr­ann York Chow á blaðamanna­fundi í morg­un.
Hann sagði að þess­ar aðgerðir væru kannski frem­ur harka­leg­ar en vonaðist til að þær myndu róa for­eldra sem hefðu áhyggj­ur af heilsu barna sinna.

Til­kynn­ing­in um lok­un­ina kom seint í gær og því mættu marg­ir for­eldr­ar með börn sín í eft­ir­dragi á leik­skól­ana í morg­un.

Flensu­far­ald­ur­inn er skæður og hef­ur kallað fram minn­ing­ar um SARS sem er skæður önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­ur sem herjaði á Hong Kong fyr­ir fimm árum en þá lét­ust nærri 300 manns.

Börn­in sem hafa lát­ist und­an­farið greind­ust með In­flú­ensu A eða H1N1 vírus sem hef­ur greinst í 184 sjúk­ling­um en Chow sagði að ekk­ert benti til þess að þessi veira væri skæðari en aðrar flens­ur sem geisa með reglu­legu milli­bili.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert