Höfrungur bjargaði hvölum

00:00
00:00

Höfr­ung­ur­inn Moko, sem held­ur til við Mahi­a­strönd­ina á Nýja-Sjálandi og synd­ir stund­um með heima­mönn­um, er sagður hafa bjargað hvalkú og kálfi henn­ar, sem höfðu synt á land við strönd­ina.

Um var að ræða smá­búra og kálf, sem höfðu villst upp að strönd­inni. Reynt var að reka hval­ina út á sjó en það gekk illa og þeir snéru alltaf jafn­h­arðan við og syntu upp í fjör­una.

En þá bar Moko að. Að sögn sjón­ar­votta virt­ist hann ná sam­bandi við hvalk­úna sem róaðist fljótt. Hval­irn­ir fylgdu síðan höfr­ungn­um út á sjó. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert