Höfrungur bjargaði hvölum

Höfrungurinn Moko, sem heldur til við Mahiaströndina á Nýja-Sjálandi og syndir stundum með heimamönnum, er sagður hafa bjargað hvalkú og kálfi hennar, sem höfðu synt á land við ströndina.

Um var að ræða smábúra og kálf, sem höfðu villst upp að ströndinni. Reynt var að reka hvalina út á sjó en það gekk illa og þeir snéru alltaf jafnharðan við og syntu upp í fjöruna.

En þá bar Moko að. Að sögn sjónarvotta virtist hann ná sambandi við hvalkúna sem róaðist fljótt. Hvalirnir fylgdu síðan höfrungnum út á sjó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert