Lokað á YouTube í Tyrklandi

YouTube.
YouTube. mbl.is

Tyrkneskur dómstóll hefur heimilað að lokað verði fyrir myndbandavefsíðuna YouTube, þar sem á henni sé birt myndband sem er sagt vera móðgandi fyrir forfaðir þjóðarinnar, Mustafa Kemal Ataturk.

Saksóknari í Ankara, höfuðborg Tyrklands, óskaði eftir því að lokað yrði fyrir síðuna þar sem í myndbandinu séu sagðir hlutir sem ekki séu viðeigandi um Ataturk, og heimilaði dómari bannið án þess að gefa upp hversu lengi það væri í gildi.   Samkvæmt tyrkneskum lögum er bannað að smána Ataturk, en litið er á Ataturk sem stríðshetju sem stofnaði lýðveldið Tyrkland. 

Tyrkir hafa áður bannað aðgang að vefsíðunni af svipuðum ástæðum, en aðgangur var fljótlega opnaður eftir að efnið hafði verið fjarlægt af síðunni.    YouTube bönnin í Tyrklandi hafa beint athygli að takmörkuðu málfrelsi á Tyrklandi, sem Tyrkir vilja bæta til þess að geta gengið í Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert