Misnotaði 13 ára gamla stúlku

Þýskur maður var dæmdur í 15 ára fangelsi í Kambódíu eftir að hafa verið fundinn sekur um að kynferðislegt ofbeldi gagnvart 13 ára gamalli stúlku, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kambódíu.  

Brotamaðurinn, Walter Munz, var handtekinn á síðasta ári þegar lögreglan réðst inn á gistiheimilið þar sem hann fannst með fórnarlambinu. Munz, sem er 61 árs,  misnotaði stelpuna margoft og var kærður fyrir ólifnað, en sú kæra nær yfir breitt svið kynferðisafbrota.

Fyrir utan fangelsisdóminn var Munz gert að greiða fórnarlambinu 7.000 dollara sekt. Munz hélt fram sakleysi en læknar staðfestu að stelpan hefði verið kynferðislega misnotuð.

Samleang Seila, forstjóri Action Pour Les Enfants velferðasamtökum barna, fagnaði úrskurðinum og sagði að hann væri góð skilaboð til þeirra útlendinga sem ætla sér að misnota börn í Kambódíu. Tugir útlendinga hafa verið fangelsaðir fyrir kynferðisglæpi eða hefur verið vísað úr landi til að sæta réttarhöldum í heimalandi sínu síðan Kambódía fór af stað með herferð gegn misnotkun á börnum árið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert