Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, er vægast sagt ekki umhverfisvænn. Hann sækir vinnu í Sacramento í Kaliforníu en flýgur næstum daglega til Los Angeles þar sem fjölskylda hans býr. Arnold segir það gríðarlega mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldunni því börnin hans séu að vaxa úr grasi.
Hann borgar sjálfur fyrir flugið en fátt varð um svör þegar hann var spurður af hverju hann keypti ekki hús í Sacramento og flytti fjölskylduna þangað. Það er kaldhæðnislegt að nýlega var Arnold á forsíðu Newsweek þar sem hann hélt uppi jörðinni með fingrinum með þeim formerkjum að hann væri svo „grænn“, eða umhverfisvænn.