Skíðaslysum fjölgar í Evrópu

Þessi skíðamaður hefur fullt vald á hraðanum en það á …
Þessi skíðamaður hefur fullt vald á hraðanum en það á ekki við um alla. mbl.is/Skapti

Þrátt fyr­ir að hjálm­ar og ým­is­kon­ar ör­ygg­is­búnaður sé orðinn al­geng sjón í skíðabrekk­um bæði í Skandína­víu og Ölp­un­um þá hef­ur al­var­leg­um skíðaslys­um fjölgað og tel­ur lækn­ir sem starfar við sænska skíðasvæðið í Åre að hraðinn hafi auk­ist til muna með til­komu nýju car­ving-skíðanna.

Alf Lerner er yf­ir­maður heilsu­gæslu­stöðvar­inn­ar í Åre og sagði hann í sam­tali við Dagens Nyheter að hann sæi æ fleiri al­var­leg bein­brot og þeim færi fjölg­andi milli ára.

Hann benti á að í vet­ur hafi orðið nokk­ur dauðsföll í Ölp­un­um sem rekja má til gríðarlegs hraða sem skíðafólk hef­ur greini­lega ekki alltaf haft vald á. Í fe­brú­ar lést 44 ára sænsk kona er hún og 41 árs þýsk­ur maður rák­ust sam­an í Sa­al­bach-Hinterg­lemm. Þjóðverj­inn fékk slæm­an heila­hrist­ing.

Tíu dög­um síðar rakst sænsk­ur maður á 14ára dreng frá Tékklandi sem lést þrátt fyr­ir að hann var með hjálm.

Lerner tel­ur að til­fell­um sem þess­um fari án efa fjölg­andi, hann seg­ir að fólk geti nú náð svo mikl­um hraða að það láti lífið þrátt fyr­ir all­an ör­ygg­is­búnað.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert