Blair berst gegn losun Co2

Tony Blair berst nú fyrir helmingi minni losun gróðurhúsalofttegunda.
Tony Blair berst nú fyrir helmingi minni losun gróðurhúsalofttegunda. Reuters

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair hóf í dag för sína um Kína, Indland og Japan þar sem hann vonast til að geta vakið ráðamenn og iðnrekendur til vitundar um alþjóðlegar samþykktir um að skerða losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050.

Í myndbandi sem birtist á vefsíðu Blair varar hann við því að viðbrögðin við loftslagsbreytingum séu ekki af sömu stærðargráðu og vandinn sjálfur og að undirrita þurfi bindandi samninga á næstu tveimur árum.

Utanríkisráðherra Kína, Yang Jiechi tilkynnti síðast liðinn miðvikudag að loftslagsvandinn sé fyrst og fremst þróuðu löndunum að kenna og fór fram á að þróunarlönd ættu að fá mun lægri markmið hvað skerðingu gróðurhúsalofttegunda varðar.


Heimasíða Tony Blair

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert