Everestfjalli lokað

Everestfjall.
Everestfjall. mbl.is

Yfirvöld í Nepal hafa samþykkt beiðni Kínverja um að stöðva tímabundið aðgang að Everestfjalli, en kínversk yfirvöld óttast að tíbetskir aðgerðasinnar fyrirhugi mótmælaaðgerðir á tindinum, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Fjallgöngumönnum verður ekki heimilað að fara fram hjá grunnbúðum Everest þar til 10. maí, að sögn ferðamálaráðherra Nepal.  Fram kemur á fréttavef BBC að yfirvöld í Kína óttist að mótmæli geti raskað áætlunum um að fara með ólympíukyndilinn upp á Everest en ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í ágúst. 

Tíbetskir munkar hafa mótmælt kínverskri stjórn í Tíbet á liðnum dögum og til átaka kom í Lhasa, höfuðborg Tíbet í dag. 

Nákvæm dagsetning um hvenær farið verður með kyndilinn upp Everest hefur ekki verið gefin upp, en talið er að það verði seint í apríl eða snemma í maí.  Almennt er maí besti mánuðurinn til þess að klífa Everest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert