Bandarískir ríkisborgarar í Tíbet hafa sagt frá skothríð og óeirðum í Lhasa, höfuðborg Tíbet, í kjölfar mótmæla búddískra munka gegn kínverskum stjórnvöldum. Bandaríska sendiráðið í Peking greindi frá þessu í morgun og hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að vera í borginni, að sögn sendiráðsins.
Mótmælin hafa staðið yfir í fimm daga en hafa að mestu verið friðsæl þar til í dag, þegar fréttir bárust af því kveikt hafi verið í verslunum og lögreglubifreiðum í gamla hluta borgarinnar.