Leiðtogar Evrópusambandsríkja funda nú í Brussel og eru að sögn fréttaskýrenda nærri því að samþykkja tímaáætlun fyrir frekari niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda. Slóvenski forsætisráðherrann, Janez Jansa sem stýrir fundinum líkti áætlunum við þriðju iðnbyltinguna.
Samkvæmt fréttavef BBC spáði Jansa því að leiðtogar ESB muni skrifa upp á 20% niðurskurð á losun sem markmið fyrir 2020.
Tillaga Breta um að gera umhverfisvænar vörur skattfrjálsar mun víst hafa fallið í grýttan jarðveg og þykir ólíklegt að fundurinn styðji hana.