Vikið úr skóla fyrir aðild að hópnauðgun

Sautján nemendum hefur verið vikið úr skóla í Sierra Leone eftir að hafa verið ásakaðir um aðild að hópnauðgun.

Umrætt atvik átti sér stað í Kennaraskóla og var stúlku nauðgað á meðan athöfn fyrir nýnema átti sér stað. „Sjö öðrum nemendum hefur verið vikið tímabundið frá vegna þess að þeir leyndu upplýsingum,“ var haft eftir talsmanni skólans.

Gripið var til þessa aðgerða eftir að rannsóknarnefnd á vegum skólans komst að þeirri niðurstöðu að nemendurnir væru sekir og mælt var með brottrekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert