Blair kallar eftir „loftslagsbyltingu"

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hvatti þjóðir heims á loftslagsfundi í Japan í dag, til þess að gera byltingu í umhverfismálum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.  Í ræðu sinni á fundi með ráðherrum G8 ríkjanna lagði Blair áherslu á að brýnt sé að grípa til aðgerða á heimsvísu, og sagði aðgerðaleysi hvað varðar loftslagsbreytingar ábyrgðarlaust og ófyrirgefanlegt. 

Á fundinum verða m.a ræddar leiðir til þess að draga úr loftmengun og hvernig hægt sé að hjálpa fátækari þjóðum til þess að nýta hreinni orku. Fram kemur á fréttavef BBCað Blair telji að hægt sé auka nýtingu kjarnorku til raforkuframleiðslu til þess að draga úr mengun. 

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert