Að minnsta kosti fjórir létu lífið og að minnsta kosti 10 slösuðust í New York þegar byggingarkrani, sem stóð við hús í byggingu, hrundi og lenti á litlu fjölbýlishúsi og fleiri byggingum við hliðina. Enn er verið að leita að fólki í rústum húsanna. Er þetta eitt alvarlegasta byggingarslys, sem orðið hefur í borginni.