Barack Obama, fordæmir umdeild ummæli sóknarprests síns í Chicago um 11. september og segir þau hneykslanleg og til þess ætluð, að æsa fólk upp. Obama segist og fordæma staðhæfingar sem smána Bandaríkin, að því er kemur fram á fréttavef Reuters. Obama sækist eftir kjöri sem frambjóðandi demókrata í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Sóknarpresturinn, Jeremiah Wright, segist m.a trúa því að Bandaríkin hafi átt þátt í hryðjuverkaárásunum sem gerðar voru í New York, 11. september 2001.