Flak þýsks herskips fannst við Ástralíu

Kormoran.
Kormoran.

Flak þýsks skips, sem talið er hafa sökkt ástralska herskipinu  HMAS Sydney meðan á síðari heimsstyrjöld stóð, hefur fundist undan vesturströnd Ástralíu. Lengi hefur verið leitað að flaki Sydney og er vonast til að skipsfundurinn nú varpi ljósi á hvar ástralska skipið er að finna.

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti í dag að þýska skipið Kormoran hefðu fundist um 150 km vestur af Shark Bay. Skipin tvö lentu í hörðum bardaga í nóvember 1941 og sukku bæði. 645 manns fórust með Sydney en 317 af 397 manna áhöfn þýska skipsins komust lífs af.

„Við höfum komist eitt skref áfram í leitinni að Sydney," sagði Rudd við blaðamenn í dag. 

Þýsku sjómennirnir sögðu að skipstjóri Kormorans hefði vonast til að  mæta HMAS Sydney án þess að eftir því væri tekið en Kormoran var dulbúið sem hollenskt flutningaskip. En þegar ástralska skipið breytti um stefnu og sigldi að því þýska hóf Kormoran skothríð. Ástralarnir bjuggust ekki við árás og 50 skot og sprengjur lentu á ástralska skipinu áður en það náði að svara fyrir sig.

Sérfræðingar telja, að sjóorrustan hafi farið fram um 4 sjómílum fyrir sunnan staðinn þar sem flak þýska skipsins fannst á 2560 metra dýpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka