Flak þýsks herskips fannst við Ástralíu

Kormoran.
Kormoran.

Flak þýsks skips, sem talið er hafa sökkt ástr­alska her­skip­inu  HMAS Syd­ney meðan á síðari heims­styrj­öld stóð, hef­ur fund­ist und­an vest­ur­strönd Ástr­al­íu. Lengi hef­ur verið leitað að flaki Syd­ney og er von­ast til að skips­fund­ur­inn nú varpi ljósi á hvar ástr­alska skipið er að finna.

Kevin Rudd, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, til­kynnti í dag að þýska skipið Kormor­an hefðu fund­ist um 150 km vest­ur af Shark Bay. Skip­in tvö lentu í hörðum bar­daga í nóv­em­ber 1941 og sukku bæði. 645 manns fór­ust með Syd­ney en 317 af 397 manna áhöfn þýska skips­ins komust lífs af.

„Við höf­um kom­ist eitt skref áfram í leit­inni að Syd­ney," sagði Rudd við blaðamenn í dag. 

Þýsku sjó­menn­irn­ir sögðu að skip­stjóri Kormor­ans hefði von­ast til að  mæta HMAS Syd­ney án þess að eft­ir því væri tekið en Kormor­an var dul­búið sem hol­lenskt flutn­inga­skip. En þegar ástr­alska skipið breytti um stefnu og sigldi að því þýska hóf Kormor­an skot­hríð. Ástr­al­arn­ir bjugg­ust ekki við árás og 50 skot og sprengj­ur lentu á ástr­alska skip­inu áður en það náði að svara fyr­ir sig.

Sér­fræðing­ar telja, að sjóorr­ust­an hafi farið fram um 4 sjó­míl­um fyr­ir sunn­an staðinn þar sem flak þýska skips­ins fannst á 2560 metra dýpi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert