John McCain, öldungadeildarþingmaður og forsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, kom til Bagdad, höfuðborgar Íraks, í morgun. Hann mun ræða þar við íraska og bandaríska embættismenn.
Dagskrá heimsóknar McCains er að öðru leyti ekki gerð opinber af öryggisástæðum. Heimsóknin var ekki tilkynnt fyrirfram og blaðamenn urðu ekki varir við McCain fyrr en hann hafði verið í Írak í nokkrar klukkustundir.
Búist er við að McCain ræði m.a. við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og David Petraeus, yfirmann bandaríska heraflans í Írak.