Þrjátíu og sex manns létust í sjálfsmorðárás nærri helgiskríni í Shiite í miðborg Karbala í Írak sl. mánudag.
Að minnsta kosti 50 manns slösuðust í sprengingunni nærri hinu dáða helgiskríni Imam Hussein, var haft eftir Alaa Hamud Dadair, yfirmaður heilsugæslunnar í Karbala. Sjónarvottar sögðu að árásarmaðurinn hefði verið kvenkyns.
Fréttaritari AFP fréttaveitunnar sagði að nokkrir sjúkrabílar og lögreglubílar hefðu flutt fórnarlömbin á spítala. Sprengingin átti sér stað í um 100 metra fjarlægð frá helgiskríninu.