Kínverskir hermenn „beittu ekki valdi“

Kínverski landsstjórinn í Tíbet neitar því að kínverskir hermenn hafi beitt valdi til að kveða niður mótmæli í Lhasa, helstu borg Tíbets, og þar væri nú allt orðið með ró og spekt. Þrettán óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í mótmælunum, en það hefðu verið óeirðaseggir sem urðu þeim að bana. Tíbetskir leiðtoga í útlegð segja aftur á mót að 80 mótmælendur að minnsta kosti hafi fallið fyrir hermönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert