Lögregla í höfuðborg Nepals handtók um 30 manns í dag þegar um eitt hundrað tíbetar og búddamunkar efndu þar til mótmæla gegn yfirráðum Kínverja í Tíbet. Mótmæli af sama toga hafa farið fram víða um heim.
Mótmælin í dag fóru fram ekki langt frá skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í Katmandú, höfuðstað Nepals.
Yfirráðum Kínverja í Nepal hefur verið mótmælt í Frakklandi, Belgíu, Ítalíu og á Indlandi, svo nokkur lönd séu nefnd, auk mótmæla hér á landi.