Paterson tekur við embætti ríkisstjóra

David Paterson sór í dag embættiseið sem nýr ríkisstjóri New York ríkis, en hann tekur við af Eliot Spitzer sem sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að upp komst um tengsl hans við vændiskonu.
Fram kemur á fréttavef BBC að Paterson er fyrstur svartra manna sem verður ríkisstjóri í New York, en einnig er hann fyrsti blindi maðurinn sem gegnir því embætti. 

David Paterson, nýr ríkistjóri New York ríkis.
David Paterson, nýr ríkistjóri New York ríkis. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert