Leikir styttir til að minnka losun Co2

Japanskir hafnaboltaleikarar þurfa að herða hraðann.
Japanskir hafnaboltaleikarar þurfa að herða hraðann. Reuters

Samband japanskra hafnaboltaleikara hyggst stytta leiki sína um 12 mínútur til að draga úr losun koltvísýrings. Felst breytingin helst í því að liðunum er gert að stytta þann tíma sem það tekur þau að skipta frá því að slá boltann og að reyna að grípa hann.

Sem stendur er meðallengd hafnaboltaleikja þrír tímar og 18 mínútur en leikmenn verða beðnir að eyða ekki meira en 2 mínútum og 15 sekúndum í að skipta um hlutverk og kastarar verða beðnir um að kasta boltanum eigi síðar en 15 sekúndum eftir að hafa fengið boltann frá hinu liðinu ef enginn leikmaður er í fastur í höfnum.

Þessi áætlun er í takti við Kyotobókunina og loforð japanskra yfirvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% frá þeirri losun sem mældist 1990 á árunum 2008 til 2010.

Talsmenn hafnarboltaliða í Japan segja að mikið magn af gróðurhúsalofttegundum losni í tengslum við leiki því mikil orka fari í að ferja bæði áhorfendur og leikmenn á milli staða og framleiða þurfi mikið rafmagn til að lýsa leikina og annað slíkt.

Japan á samkvæmt fréttaskýrendum erfitt með að standa við Kyotosamkomulagið en jafnframt er tekið fram að áður en þessi áætlun hafnaboltaliða hafi verið kynnt þá hafi skipuleggjendur þeirra verið að leita að leiðum til að herða leikhraðann.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert