Meirihluti demókrata vill heldur Obama

Obama og kona hans, Michelle.
Obama og kona hans, Michelle. AP

Meirihluti skráðra félaga í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum vill heldur að Barack Obama verði forsetaefni flokksins en Hillary Clinton, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í gær og CNN greinir frá.

Fimmtíu og tveir af hundraði flokksmanna sem þátt tóku í könnuninni sögðu kjósa að Obama yrði frambjóðandi, en 45% sögðust vilja Clinton.

Einnig kom fram í könnuninni að vinsældir Obamas meðal flokksfélaga eru á svipuðum nótum og stuðningur hans meðal kjósenda. Hann nýtur helst stuðnings meðal karla, yngri kjósenda og óháðra kjósenda sem halla sér að Demókrataflokknum.

Clinton, aftur á móti, nýtur mests stuðnings meðal kvenna, eldri kjósenda og hvítra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert