Segir við Dalai Lama að sakast

Wen Jiabao.
Wen Jiabao. AP

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, fordæmdi í dag stuðningsmenn Dalai Lama í Tíbet og sagði þá vera aðskilnaðarsinna sem efnt hefðu til uppþotanna í höfuðstað Tíbets í gær.

Wen er hæst setti kínverski stjórnmálamaðurinn sem hefur tjáð sig opinberlega um uppþotin í Lhasa, sem stjórnvöld segja að hafi kostað sextán mannslíf.

Wen sagði kínversk stjórnvöld hafa „fjölda vísbendinga“ um að „Dalai-klíkan“ hefði skipulagt uppþotin. Það væru því hrein ósannindi sem fylgismenn Dalai héldu fram, að þeir krefjist ekki sjálfstæðis heldur friðsamlegra viðræðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka