Stjórnarskrárbreytingar í Kenýa

Forseti Kenýa,Mwai Kibaki, og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga.
Forseti Kenýa,Mwai Kibaki, og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga. Reuters

For­seti Kenýa, Mwai Ki­baki, hef­ur und­ir­ritað tvö laga­frum­vörp um að embætti for­sæt­is­ráðherra og tveggja staðgengla hans verði stofnað.  Þingið í Kenýa samþykkti laga­breyt­ing­arn­ar sam­hljóða í dag.  Í kjöl­far þess er bú­ist við að Ki­baki út­nefni leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar, Raila Od­inga, sem for­sæt­is­ráðherra í nýrri sam­steypu­stjórn.

Ki­baki og Od­inga komust að sam­komu­lagi um sam­steypu­stjórn með aðstoð sátta­semj­ar­ans Kofi Ann­ans, fyrr­um fram­kvæmda­stjóra SÞ, eft­ir að blóðug átök brut­ust í Kenýa í kjöl­far for­seta­kosn­inga þar í landi í des­em­ber.  Ki­baki fór með sig­ur af hólmi í kosn­ing­un­um en stjórn­ar­andstaðan sakaði hann um að hafa hagrætt úr­slit­um kosn­ing­anna.  Mót­mæli og átök brut­ust út í kjöl­farið og féllu að minnsta kosti 1500 manns í val­inn og 600.000 manns flúðu heim­ili sín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert