Auglýsingahlé í kvikmyndum brot á höfundarrétti

Hæstiréttur í Svíþjóð hefur úrskurðað að auglýsingahlé í kvikmyndum séu brot á höfundarrétti kvikmyndagerðamanna. Í flestum tilvikum veita þó höfundar kvikmynda skriflega heimild til að sýningar séu rofnar í sjónvarpi svo að koma megi að auglýsingum.

Tveir sænskir leikstjórar, Vilgot Sjöman og Claes Eriksson höfðuðu mál á hendur sjónvarpsstöðinni TV4 fyrir að gera auglýsingahlé í kvikmyndum þeirra án þess að þeir hefðu gefið til þess sérstaka heimild.

Komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að auglýsingahléin spilltu upplifun áhorfenda á myndunum.

Var sjónvarpsstöðin dæmd til að greiða málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka