George W. Bush, forseti Bandaríkjanna varði stríðsreksturinn í Írak í ræðu sem hann hélt í Pentagon af því tilefni að í dag eru liðin 5 ár frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak.
„Við getum og munum vinna þetta stríð," sagði Bush í Pentagon í dag hann hélt því jafnframt fram að bæði Bandaríkin og Írak væri öruggara nú eftir innrásina heldur en þegar fyrrum leiðtogi Íraks, Saddam Hussein var við völd.
Á fréttavef BBC kom fram að í ræðan hefði tekið á gagnrýni á stríðsrekstur Bandaríkjanna og kostnaðinn sem fylgir því en aukinn fjöldi í herafla Bandaríkjanna í Írak er talinn hafa dregið úr ofbeldi í landinu.