Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að bresku leyniþjónusturnar muni stækka á næstunni og ráða í um það bil eitt þúsund nýjar stöður til að bregðast við hryðjuverkaógninni.
Í ræðu á breska þinginu þar sem hann fór yfir áætlun stjórnar sinnar í öryggismálum, sagði hann jafnframt að Bretland væri reiðubúið til að fækka kjarnaoddum í vopnabúri sínu.