Rúmlega eitt þúsund Tíbetar, margir á hestbaki, flykktust inn í ónafngreindan bæ í Gansu-héraði í Norð-vestur Kína, tóku niður kínverska fánann við skóla í bænum og drógu í staðinn upp fána Tíbets og kröfðust sjálfstæðis þess. Réðust Tíbetarnir gegn kínverskum hermönnum í bænum, sem beittu táragasi.
Kanadíska sjónvarpsstöðin CTV sýndi myndir af þessu, og ennfremur sást fjöldi Tíbeta leggja á flótta undan hermönnunum. Sagði fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar að atburðir sem þessir hafi orðið víða í Kína.
Lítið hefur borist af fréttum og myndum frá Tíbet og svæðum þar sem Tíbetar búa í Vestur-Kína, þar sem kínversk stjórnvöld hafa beitt hörku til að halda erlendum fréttamönnum fjarri.
Frétt CTV má sjá á YouTube hér.