Í dag eru liðin fimm ár síðan herför undir forustu Bandaríkjamanna til Íraks var hafin. Friðarsinnar ætla að efna til fjölda samkoma víða í heiminum af þessu tilefni, og George W. Bush Bandaríkjaforseti mun flytja ávarp í varnarmálaráðuneytinu í tilefni dagsins.
Samkvæmt birtum útdrætti úr ávarpi hans segir hann m.a. að stríðið hafi reynst bæði mannskætt og kostnaðarsamt, en ver þá ákvörðun sína að hefja það og fjölga í bandaríska herliðinu í Írak í fyrra.
„Það var rétt ákvörðun að hrekja Saddam Hussein frá völdum - og þetta er barátta sem Bandaríkin geta unnið og verða að vinna,“ segir Bush ennfremur.