Breska Express blaðaútgáfan hefur samþykkt að greiða skaðabætur sem nema um 86 milljónum íslenskra króna í sjóð sem tileinkaður er leitinni að Madeleine McCann, litlu stúlkunni sem hvarf í Portúgal síðast liðið vor.
Blaðaútgáfan var kærð fyrir að birta ríflega 100 greinar í fjórum dagblöðum sínumþar sem gefið er í skin að Kate og Gerry McCann hafi valdið dauða stúlkunnar.
Lögfræðingar McCann hjónanna fóru í gegnum öll eintök blaðanna sem Express blaðaútgáfan gefur út og vefmiðla þeirra sem eru The Daily Express, Sunday Express, Daily Star og Daily Star Sunday og fundu þar rúmlega 100 greinar sem þau kröfðust afsökunar og bóta fyrir.
Hjónin munu samkvæmt Sky fréttamiðlinum hafa ætlað að fara fram á 626 milljónir krónur upphaflega en sættu sig við 86 milljónir gegn því að leggja málshöfðun niður.
Í Daily Express í dag viðurkennir blaðið að þar hafi birst fjölmargar greinar sem láti að því liggja að hjónin hafi valdið dauða dóttur sinnar og láti sem hún sé horfin og biður velvirðingar á því með þeim lokaorðu að ritstjórnin vonist til þess að dóttir þeirra muni einn dag koma í leitirnar á lífi og fái aftur að njóta nærveru fjölskyldu sinnar.