Forskot Obama að hverfa

00:00
00:00

For­skot Barack Obama, for­setafram­bjóðanda demó­krata, á mót­fram­bjóðanda sinn Hillary Cl­int­on er að hverfa. John McCain, for­seta­efni re­públi­kana, hef­ur nú for­skot á þau bæði í skoðana­könn­un­um á landsvísu.

Ekki er leng­ur mark­tæk­ur mun­ur á for­skoti Obama á Hillary Cl­int­on en nýj­ustu skoðanakann­an­ir sýna að hann sé með 47% fylgi og Cl­int­on með 44% fylgi.  En hafa verður í huga að skekkju­mörk­in eru 4%.  Þetta er mikið hrun í fylgi öld­unga­deild­arþing­manns­ins því í fe­brú­ar var hann með 14% meira fylgi en Cl­int­on eft­ir að hafa sigrað í 10 for­kosn­ing­um í röð, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

Skoðanakann­an­ir gefa einnig til kynna að McCain njóti góðs af langvar­andi bar­áttu Obama og Cl­int­on um til­nefn­ingu síns flokks. McCain hef­ur 46% fylgi á móti 40% hjá Obama en sé hann bor­inn sam­an við Cl­int­on hlýt­ur McCain 48% á móti 40% hjá Cl­int­on. „Það kem­ur ekki á óvart að McCain græði á þessu þar sem það rík­ir al­gjör ringul­reið hjá demó­krata­flokkn­um,“ sagði John Zog­by skoðana­könnuður.

Þessi viðsnún­ing­ur í fylgi Obama má að ein­hverju leyti rekja til sókn­ar­prests­ins Jerem­iah Wright og pré­dik­ana hans sem fjöl­miðlar hafa vakið mikla at­hygli á. Obama for­dæmdi ýmis um­mæli sem Wright lét falla en hann sagðist ekki geta af­neitað prest­in­um frek­ar en hann gæti af­neitað sam­fé­lagi blökku­manna.   Þessi uppá­koma er tal­in hafa valdið tölu­verðum skaða í her­ferð Obama.

Forskotið minnkar
For­skotið minnk­ar Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert