Mótmælt í Bandaríkjunum

Frá mótmælum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag.
Frá mótmælum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. AP

Mótmæli voru haldin víða um Bandaríkin í dag í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak.  Þrjátíu og þrír mótmælendur voru handteknir í Washington, fyrir að loka fyrir inngang á Ríkisskattstofu Bandaríkjanna í Washington, en mótmælendur fjölmenntu þar til þess að vekja athygli á peningum skattgreiðenda sem fer í að senda 158.000 hermenn til Íraks. 

Lögregla í San Francisco handtók yfir tólf manns í mótmælaaðgerðum.  Nærri fjögur þúsund bandarískir hermenn hafa látið lífið í stríðinu í Írak, en meirihluti almennings í Bandaríkjunum er á móti stríðinu og kölluðu  mótmælendur eftir því að hermenn yrðu sendir heim frá Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert