Tugir særðust í sprengingu í Kasmír

Tugir særðust í sprengingu sem varð á brí í borginni …
Tugir særðust í sprengingu sem varð á brí í borginni Srinagar í Kasmír. Reuters

Tugir manna særðust í sprengingu sem varð á brú í borginni Srinagar, höfuðstað indverska hluta Kasmír.  Mikið tjón varð á brúnni og nokkrum ökutækjum í viðskiptahverfi borgarinnar. 

Á fréttavef BBC kemur fram að sprengingin er sú mesta sem hefur orðið í borginni á nokkrum mánuðum, en ekki er vitað nánar um orsök sprengingarinnar, en talið er að um árás hafi verið að ræða.

Átök milli yfirvalda og herskárra uppreisnarmann hafa staðið yfir í nærri tvo áratugi, en yfirvöld segja að undanfarið hafi ofbeldisverkum farið dvínandi á svæðinu.  Samt sem áður berast fréttir af átökum frá smærri bæjum og þorpum á svæðinu nær daglega.

Indverjar og Pakistanar hafa barist um Kasmír í mörg ár og hafa 60.000 manns láti látið lífið frá því 1989, þegar uppreisn byrjaði í Kasmír.  Árið 2004 hófu löndin ferli á átt að friði, sem hefur ekki borið árangur að fullu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert