Þjóðverjar hafa áform um að setja upp umdeilt safn sem sýnir gögn um milljónir Þjóðverja sem voru neyddir til þess að yfirgefa lönd í austur-Evrópu í kjölfar ósigurs nasista.
Meira en 12 milljónum Þjóðverja var vísað úr landi í Pólandi, Ungverjalandi, og Tékklandi eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk. Safnið er umdeilt því margir austur-Evrópubúar eru á móti safninu, og segja það mála mynd af Þjóðverjum sem fórnarlömb í stríði, sem þeir hófu sjálfir.