Kínversk lögregla hóf skothríð gegn tíbetskum mótmælendum í dag í Sichuan héraði í Kína en fjórir særðust í átökunum. Frá þessu greinir kínverska fréttastofan Xinhua. Lögregla segist hafa skotið á mótmælendur í sjálfsvörn, en atvikið átti sér stað í Aba sýslu.
Að sögn fréttaritara BBC í Kína, er mikil spenna í nokkrum landshlutum vestur-Kína, þar sem eftirlit lögreglu hefur verið hert og margir hafa verið handteknir.