Morð á norskri skólastúlku enn óleyst

Norska námsmærin sem fannst myrt í kjallara íbúðablokkar í miðborg Lundúna á sunnudag var hálfnakin er hún fannst, samkvæmt upplýsingum frá bresku lögreglunni. 

Að sögn bresku rannsóknarlögreglunnar er nú leitað að gallabuxum sem talið er að  Martine Vik Magnussen, 23 ára, hafi verið í sem og öðrum fatnaði, úri, eyrnalokkum og handtösku hennar. Lögregla neitar að upplýsa hvort hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi en hún lést af völdum hálsáverka. Magnussen sást síðan á lífi undir morgun aðfararnótt föstudagsins á Maddox næturklúbbnum í Mayfair hverfinu. Lík hennar fannst snemma á sunnudagsmorguninn í kjallar íbúðarhúss við Great Portland stræti.

Lögregla hefur lýst eftir 21. árs gömlum Jemena, Farouk Abdulhak, sem þekkti  Vik Magnussen úr skólanum og var með henni kvöldið áður en hún hvarf. Talið er að hann hafi flúið til Jemen á laugardag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka