Ástralskur ferðamaður, Mike Smith, hefur sýnt fjölmiðlum myndband sem hann tók upp af hótelherbergi sínu í Tíbet, en hann var staddur í Lhasa þegar óeirðirnar stóðu sem hæst um síðustu helgi.
Smith, sem er 24 ára gamall, ákvað að fara í skipulagða ferð til Tíbet, og vonaðist til þess að upplifa fegurð og menningu landsins. Í stað þess varð hann vitni að mestu óeirðum og mótmælum sem hafa komið upp gegn kínverskum stjórnvöldum í Tíbet í áratugi.