Embættismenn frá Grikklandi og Makedóníu funda nú í Brussel og ræða þar lausn á delunni um nafnið á Makedóníu en Grikkir hafa hótað að mæla gegn beiðni Makedóníu um inngöngu í NATO á næsta aðalfundi í Rúmeníu.
Grikkir segja að nafn nágrannalandsins bendi til kröfu um landayfirráð í norðurhéruðum Grikklands sem einnig nefnast Makedónía.
Aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Daniel Fried mun sitja fundinn sem haldinn er í höfuðstöðvum Bandarísku sendinefndarinnar hjá NATO í Brussel. Hann mun reyna að aðstoða deiluaðila til að komast að niðurstöðu sem bæði löndin geta sætt sig við