Tugir þúsunda kristinna pílagríma alls staðar að úr heiminum lögðu í morgun af stað í göngu eftir götum Jerúsalems þar sem farin var sú leið sem talið er að Jesú Kristur hafi farið á leið til krossfestingar sinnar. Margir hinna trúuðu báru stóra trékrossa um steinlagðar götur borgarinnar til minningar um píslargönguna.
Leiðin hefst fyrir utan klaustur sem kennt er við hýðingu þar sem Jesú var laminn, hæddur og krýndur með þyrnikórónu og lýkur henni við Kirkju hinnar heilögu grafhvelfingu sem reist er á þeim stað þar sem margir kristnir menn telja að Jesú hafi verið bæði krossvestur og grafinn og síðar risið upp frá dauðum.
Fulltrúar tveggja múslímskra fjölskyldna sem hafa varðveitt lyklana að kirkjunni síðan á 13. öld opnuðu kirkjuna í morgun. Mikill lögregluvörður var til staðar vegna ótta við óeirðir.
Páfinn í Róm mun í dag leiða messu í Péturskirkjunni áður en hann mun taka þátt í táknrænni píslargöngu í Coloseum.