Kínversk yfirvöld hafa birt lista með nöfnum rúmlega tuttugu manna sem sagðir eru hafa verið forsprakkar mótmælaaðgerðanna í Lhasa í Tíbet að undanförnu. Hafa myndir af umræddum aðilum m.a. verið birtar á Netinu og háum verðlaunum heitið fyrir upplýsingar um verustaði mannanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Hin opinbera fréttastofa Xinhua segir tvo hinna eftirlýstu þegar vera í haldi yfirvalda og að einn hafi gefið sig fram eftir að listinn var birturFram kom í ritstjórnargrein opinbers dagblaðs kínverskra yfirvalda í morgun að þeim, sem stóðu að baki mótmælaaðgerðunum verði refsað harðlega. „Kína verður að brjóta niður eyðileggingarsamsærið af hörku og brjóta sjálfstæðisöflin í Tíbet á bak aftur,” segir m.a. í greininni.
Samkvæmt upplýsingum kínverskra yfirvalda létu nítján lífið í átökunum sem brutust út þann 10. mars en tíbetskir útlagar segja að allt að hundrað manns hafi látið lífið í átökum mótmælenda og lögreglu.