Mannfall í aðgerðum Bandaríkjahers í Írak

Óstaðfestar fréttir herma að sex liðsmenn súnníta-samtaka Vakningarráðsins sem berjast gegn áhrifum Al Qaeda samtakanna í Írak hafi látið lífið í loftárás Bandaríkjahers í nágrenni borgarinnar Samarra í dag. Bandaríkjaher hefur staðfest að sex hafi látið lífið í árásinni en segir ekki að um liðsmenn umræddra samtaka hafi verið að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Bandaríkjaher hefur stutt starfsemi samtakanna fjárhagslega og er samstarf þeirra og Bandaríkjahers talin ein ástæða þess að mjög hefur dregið úr ofbeldisverkum í Írak á undanförnum mánuðum. 

Þrír bandarískir hermenn létu lífið í Írak í dag og einn í gær og er tala bandarískra hermanna sem fallið hafa í landinu frá árinu 2003 nú 3.996 samkvæmt upplýsingum óháðu vefsíðunnar icasualties.org

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert