Æfa að kveikja ólympíueldinn

Frá lokaæfingunni í Ólympíu í morgun.
Frá lokaæfingunni í Ólympíu í morgun. Reuters

Ólympíueldurinn verður kveiktur í grísku borginni fornu Ólympíu á morgun og fór lokaæfing fyrir athöfnina fram í morgun. Fylgt er ævafornum siðum og er eldurinn venjulega kveiktur með aðstoð sólarljóss og spegla. Í morgun var hins vegar alskýjað og því ekki hægt að nota speglana.

Hinir fornu ólympíuleikar voru fyrst haldnir í Ólympíu árið 776 fyrir Krist. Leikkonur í hlutverkum grískra hofgyðja tóku þátt í athöfninni og í einnig sex ungir drengir, sem sýndu stílfærðan dans byggðan á fornrum tugþrautargreinum. 

Eldurinn verður formlega tendraður á morgun. Upphaflega stóð til að athöfnin hæfist klukkan 10 að íslenskum tíma en þá er spáð mikilli rigningu og hefur hún því verið færð fram til klukkan 9. Er þetta í fyrsta skipti, sem breyta hefur orðið tímaáætlun í sögu nútímaólympíuleikanna. Aðeins einu sinni hefur rignt á meðan eldurinn er tendraður, árið 1956 fyrir óympíuleikana í Melbourne í Ástralíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert