Glæpasamtök stöðvuðu uppþot

Dönsku glæpasamtökin Black Cobra eru sögð hafa hlutast til um það að ungmenni af erlendum uppruna hættu ólátum og skemmdarverkum í landinu í febrúar þar sem forsvarsmenn samtakanna eru sagðir hafa óttast að uppþotin hefðu áhrif á fíkniefnasölu samtakanna. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Samkvæmt heimildum blaðsins komast lögregla að þessu með því að hlera síma liðsmanna samtakanna, sem þykja sérlega forhert. Var ungmennum Kalundborg, Greve og Hundige skipað að hætta aðgerðum sínum þar sem þær leiddu til aukinnar nærveru lögreglu sem gerði fíkniefnaviðskipti erfið.

„Við fylgdumst með aðgerðum þeirra á sama tíma og eftirlitslaus ungmenni gengu berserksgangi í vetrarfríinu og getum staðfesta að háttsettir meðlimir glæpasamtaka voru ósáttir við aðgerðir þeirra þar sem þær kölluðu á aukna athygli lögreglu. Á meðal þeirra voru nokkrir meðlimir Black Cobra,” segir Kim Kliver, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar en meðlimir Black Cobra eru flestir af erlendu bergi brotnir.

„Þetta eru menn sem njóta mikillar virðingar í hvefinu og þegar unga fólkið hafði fengið að leika sér að sjálfsmynd sinni í nokkra daga með því að birtast í sjónvarpinu nenntu stóru strákarnir þessu ekki lengur þar sem það flæktist fyrir glæpastarfsemi þeirra," segir Kliver. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert