Yfirvöld sögð undirbúa kosningasvik

Simba Makoni, fyrrum fjármálaráðherra og forsetaframbjóðandi i Zimbabve á kosningafundi …
Simba Makoni, fyrrum fjármálaráðherra og forsetaframbjóðandi i Zimbabve á kosningafundi á föstudag. AP

Tendai Biti, varaformaður MDC stærsta stjórnarandstöðuflokks Zimbabve segir að upp hafi komist um áform stjórnvald í landinu um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fram eiga að fara næstkomandi laugardag. Segir hann upplýsingar um að kjörstjórn hafi pantað nokkrar milljónir auka kjörseðla sanna þetta. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. 

5,7 milljónir manna eru á kjörskrá í landinu en samkvæmt upplýsingum sem Biti segist hafa frá heimildarmönnum innan yfirkjörstjórnarinnar hafa verið  pantaðir níu milljón kjörseðla. Þá  segir hann að 600.000 utankjörstaðaseðla, sem ætlaðir eru  hermönnum og lögreglumönnum, hafa verið pantaða en lögreglu og herlið landsins telur um 50.000 manns. 

„Þið munið að síðast þegar þeir stálu kosningunum af okkur þá gerðu þeir það með 350.000  atkvæðum,” segir Biti. „Sex hundruð þúsund er tvöföld trygging. Þeir geta ekki sigrað í frjálsum og sanngjörnum kosningum í þessu landi.”

Talið er að kosningarnar verði þær tæpustu 28 ára í valdatíð Roberts Mugabe, forset landsins en auk þess sem Morgan Tsvangirai, formaður MDC, býður sig fram á móti honum tilkynnti Simba Makoni, fyrrum fjármálaráðherra landsins og þáverandi samflokksmaður forsetans nýlega framboð sitt. Í kjölfar þess var honum vikið úr stjórnarflokknum.

Algert efnahagshrun hefur orðið í landinu á undanförnum áratug og í janúar á þessu ári mældist verðbólga þar 100%. Þá  atvinnuleysi um 75% og mikill matvæla og eldsneytisskortur í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert