Norðmenn gagnrýna Kína harðlega

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Brynjar Gauti

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, gagn­rýn­ir Kín­verja harðlega fyr­ir of­beld­is­verk í Tíbet. Seg­ir Støre í sam­tali við norska rík­is­út­varpið, NRK, í dag að Norðmenn hafi komið því skýrt og greini­lega á fram­færi við Kín­verja, að fram­ferði þeirra í Tíbet sé óviðun­andi.

Útlaga­stjórn Tíbeta hef­ur sagt, að 100 manns hafi látið lífið í átök­um mót­mæl­enda við kín­verska her­menn í höfuðborg Tíbets í síðustu viku. Kín­versk stjórn­völd segja að 19 hafi látið lífið.

Støre seg­ir að norsk stjórn­völd hafi óskað eft­ir því að senda full­trúa til Tíbet til að fylgj­ast þar með mál­um en því hafi Kín­verj­ar hafnað.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann seg­ir að alþjóðasam­fé­lagið eigi að nota  ólymp­íu­leik­ana, sem haldn­ir verða í Pek­ing í ág­úst, til að koma af­stöðu sinni til mann­rétt­inda­mála í Kína á fram­færi. Hvet­ur hann einkum blaðamenn og aðra, sem ætla að ferðast til Kína vegna leik­anna, að missa ekki sjón­ar á því sem er m.a. að ger­ast í Kína.

Hann seg­ir, að Norðmenn verði að íhuga hvort þeir taki þátt í opn­un­ar­hátíð ólymp­íu­leik­anna en hann seg­ist hafa mikl­ar efa­semd­ir um að það skili ár­angri að sniðganga leik­ana al­farið eins og umræða hef­ur verið um víða um heim að und­an­förnu.

Kín­versk stjórn­völd sökuðu í morg­un Dalai Lama, and­leg­an leiðtoga Tíbeta, um að skipu­leggja mót­mælaaðgerðir í Lhasa, höfuðborg Tíbets, með það fyr­ir aug­um að vekja andúð á Kín­verj­um og taka þannig ólymp­íu­leik­ana í gísl­ingu. Dalai Lama vísaði þessu á bug í morg­un og sagðist ávallt hafa stutt það, að ólymp­íu­leik­arn­ir verði haldn­ir í Kína. Kín­verj­ar ættu skilið að halda leik­ana og ættu að vera stolt­ir af því.

Viðtal NRK við norska ut­an­rík­is­ráðherr­ann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert