Páfi hvetur til friðar

Benedikt páfi flutti páskaávarp sitt á Péturstorginu í dag.
Benedikt páfi flutti páskaávarp sitt á Péturstorginu í dag. AP

Benedikt XVI páfi hvatti til friðar í Tíbet, Íraks og Landinu helga þegar hann flutti páskaprédikun sína, Urbi et Orbi, af svölum Péturskirkjunnar í Róm í dag.

Í ávarpi sínu talaði páfi um hin þjáðu Miðausturlönd, einkum Landið helga, Írak og loks Tíbet og hvatti til þess að leitað verði leiða til að koma á friði í þessum löndum.

Þá sagði hann að ekki væri hægt á páskum að gleyma tilteknum svæðum í Afríku, svo sem Darfur og Sómalíu.

Páfi fordæmdi einnig óréttlæti, hatur og ofbeldi  meðal þjóða og einstaklinga.

Páfi flutti prédikun sína í lok messu sem hann söng á tröppum Péturskirkjunnar. Þrumur kváðu við undir lok messunnar og þúsundir pílagríma, ferðamanna og Rómarbúa stóðu undir regnhlífum á torginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert