Páfi hvetur til friðar

Benedikt páfi flutti páskaávarp sitt á Péturstorginu í dag.
Benedikt páfi flutti páskaávarp sitt á Péturstorginu í dag. AP

Bene­dikt XVI páfi hvatti til friðar í Tíbet, Íraks og Land­inu helga þegar hann flutti páskapré­dik­un sína, Urbi et Orbi, af svöl­um Pét­urs­kirkj­unn­ar í Róm í dag.

Í ávarpi sínu talaði páfi um hin þjáðu Miðaust­ur­lönd, einkum Landið helga, Írak og loks Tíbet og hvatti til þess að leitað verði leiða til að koma á friði í þess­um lönd­um.

Þá sagði hann að ekki væri hægt á pásk­um að gleyma til­tekn­um svæðum í Afr­íku, svo sem Darf­ur og Sómal­íu.

Páfi for­dæmdi einnig órétt­læti, hat­ur og of­beldi  meðal þjóða og ein­stak­linga.

Páfi flutti pré­dik­un sína í lok messu sem hann söng á tröpp­um Pét­urs­kirkj­unn­ar. Þrum­ur kváðu við und­ir lok mess­unn­ar og þúsund­ir píla­gríma, ferðamanna og Róm­ar­búa stóðu und­ir regn­hlíf­um á torg­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert