4000 Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak

Fjórir bandarískir hermenn létu lífið í Írak í gær og hafa þá 4000 Bandaríkjamenn, sem tengjast stríðsrekstrinum þar, látið lífið, samkvæmt talningu fréttastofa og óháðra samtaka.

Frá því í janúar hafa uppreisnarmenn í Írak sótt í sig veðrið. Bandaríkjaher segir samt að dregið hafi úr árásum um 60% frá því í júní á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert