Fyrrum forseti Filippseyja með krabbamein

Corazon Aquino.
Corazon Aquino. AP

Corazon Aquino, fyrr­um for­seti Fil­ipps­eyja, er með ristil­krabba­mein, að sögn dótt­ur henn­ar. Aquino, sem er 75 ára, komst til valda í friðsam­legri upp­reisn fil­ipps­eysku þjóðar­inn­ar árið 1986 gegn Fer­d­inand Marcos, sem verið hafði ein­ræðis­herra um ára­bil. Varð Aquino tákn­mynd lýðræðis í hug­um margra.

Aquino hef­ur tekið virk­an þátt í fé­lags­leg­um og póli­tísk­um mál­um á Fil­ipps­eyj­um. Hún hef­ur m.a. tekið þátt í mót­mæla­fund­um ný­lega þar sem kraf­ist hef­ur verið af­sagn­ar Gloriu Macapagal Arroyo, for­seta lands­ins. 

Aquino tók treg að sér hlut­verk leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Fil­ipps­eyj­um eft­ir að eig­inmaður henn­ar, Benigno „Nin­oy" Aquino Jr., var skot­inn til bana á flug­vell­in­um í Manila árið 1983 þegar hann kom heim úr út­legð.

Þrem­ur árum síðar fóru fram for­seta­kosn­ing­ar í land­inu. Hundruð þúsunda manna tóku þá þátt í mót­mælaaðgerðum og sökuðu Marcos um að hafa haft rangt við í kosn­ing­un­um. Á end­an­um var Aquino sett í embætti for­seta og Marcus flúði land og lést á Hawaii árið 1989. Aquino sat í embætt­inu til 1992. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert