Kínversk yfirvöld segja að 381 mótmælandi sem tók þátt í óeirðum í Sichuan-héraði Kína, þar sem margir Tíbetar búa, hafi gefið sig fram við lögerglu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan Xinhua.
Fram kemur að fólkið, sem býr í Ngawa-sýslu, hafi gefið sig fram um hádegisbil að staðartíma í dag.
Yfirvöld greindu frá því í síðustu viku að 105 hafi gefist upp í Lhasa, höfuðborg Tíbet. Þar brutust út blóðug átök 14. mars sl. í kjölfar vikulangra mótmæla Tíbeta, en þeir mótmæltu yfirráðum Kínverja yfir Tíbet.
Mótmælin breiddust út víða í Kína þar sem Tíbetar eru búsettir, m.a. í Sichuan-héraði sem er í suðvesturhluta landsins.
Mótmæli brutust út í Ngawa-sýslu 16. mars sl.
Kínversk stjórnvöld hafa sagt að lögreglan hafi skotið og sært fjóra í sjálfsvörn á meðan mótmælunum stóð. Aðgerðarsinnar halda því hins vegar fram að a.m.k. átta Tíbetar hafi látið lífið í átökum við öryggissveitir í Ngawa.
Samkvæmt bandarísku og indversku samtökunum
Samtökin hafa dreift ljósmyndum af líkum sem eru með skotsár. Þau halda því fram að kínverskar öryggissveitir hafi beitt banvænum vopnum til að bæla niður mótmælin.